Ríkið vill fá staðfestingu á að það eigi Fell Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Frá Vík í Mýrdal en jörðin Fell er í Mýrdalshreppi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslenska ríkið hefur höfðað eignardómsmál til að fá viðurkennt eignarhald sitt á jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Stefna þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Ríkið gerir tilkall til jarðarinnar, ræktaðs lands, hlöðu undir súgþurrkun og annars sem jörðinni fylgir. Undanskilin eru mannvirki á svokölluðum landnemaspildum á borð við verkfærageymslur og sumarhús. Í stefnunni er saga Fells rakin allt aftur til 12. aldar. Jörðin var lengi vel kirkjujörð en frægastur ábúenda er vafalaust Eldklerkurinn Jón Steingrímsson. Fell var síðast setið af presti árið 1903. Ekki hefur verið búið á jörðinni um áratuga skeið en síðan 1988 hefur ríkið leigt jörðina út til skógræktarbænda. Árið 2016 hugðist ríkið selja Skógræktarfélagi Reykjavíkur jörðina og fór því fram á það að eignarréttindum þess yrði þinglýst á Fell. Því hafnaði sýslumaðurinn á Suðurlandi. Kaupsamningi um jörðina var síðan vísað frá þinglýsingu á sömu forsendum. Ríkið telur að jörðin hafi verið eign konungs frá 1554 og þar með síðar íslenska ríkisins. Það hafi ráðstafað jörðinni og leigt hana út og enginn gert athugasemdir við það um aldir. Hefur það því höfðað mál þetta til að fá það viðurkennt. Í stefnunni er skorað á hvern þann sem telur sig eiga rétt til jarðarinnar að mæta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands 20. febrúar til að sanna rétt sinn. Ella verði fallist á kröfur ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mýrdalshreppur Skipulag Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira