Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2019 12:15 Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps stefnir að því að ákveða á fundi næstkomandi miðvikudag hvort hún hafni ákvörðun síðustu hreppsnefndar um að setja ÞH-leið um Teigsskóg inn í aðalskipulag en velja í staðinn R-leiðina, eða Reykhólaleið, en hún þýddi stórbrú yfir Þorskafjörð, auk þess sem Vestfjarðavegur myndi þá liggja um hlaðið á Reykhólum og um Barmahlíð.Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Í morgun var Tryggva Harðarsyni, sveitarstjóra Reykhólahrepps, afhentur listi með 95 undirskriftum þar sem mótmælt er þessum áformum. Textinn er svohljóðandi: „Við ábúendur, íbúar og aðrir sem málið varðar viljum mótmæla því að svokölluð R leið verði valin sem hluti af stofnvegakerfi fyrir sunnanverða Vestfirði með tilheyrandi vegalagningu út Reykjanesið og stóraukinni umferð út Barmahlíðina.“ Frá Reykhólasveitarvegi í Barmahlíð. Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað, einn þeirra sem stóð að undirskriftasöfnuninni, sagði í samtali við Bæjarins besta að hann teldi að meirihluti væri fyrir því í hreppnum að mótmæla R-leiðinni. Kristján Þór Ebeneserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit, eru í hópi þeirra sem leggjast gegn R-leið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í vestfirska fréttamiðlinum segir að af þessum 95, sem skrifuðu undir mótmælin, séu 2/3 með lögheimili í hreppnum og 1/3 utan hans, en það séu fasteigna- eða jarðeigendur eða einstaklingar sem reka fyrirtæki í hreppnum. Til samanburðar hafi 52 mælt með R-leiðinni í fyrravor á undirskriftalista sem þá kom fram. Íbúar í Reykhólahreppi voru 259 í byrjun ársins, þar af tæplega 200 á kjörskrá, að því er segir í BB. Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps stefnir að því að ákveða á fundi næstkomandi miðvikudag hvort hún hafni ákvörðun síðustu hreppsnefndar um að setja ÞH-leið um Teigsskóg inn í aðalskipulag en velja í staðinn R-leiðina, eða Reykhólaleið, en hún þýddi stórbrú yfir Þorskafjörð, auk þess sem Vestfjarðavegur myndi þá liggja um hlaðið á Reykhólum og um Barmahlíð.Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Í morgun var Tryggva Harðarsyni, sveitarstjóra Reykhólahrepps, afhentur listi með 95 undirskriftum þar sem mótmælt er þessum áformum. Textinn er svohljóðandi: „Við ábúendur, íbúar og aðrir sem málið varðar viljum mótmæla því að svokölluð R leið verði valin sem hluti af stofnvegakerfi fyrir sunnanverða Vestfirði með tilheyrandi vegalagningu út Reykjanesið og stóraukinni umferð út Barmahlíðina.“ Frá Reykhólasveitarvegi í Barmahlíð. Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað, einn þeirra sem stóð að undirskriftasöfnuninni, sagði í samtali við Bæjarins besta að hann teldi að meirihluti væri fyrir því í hreppnum að mótmæla R-leiðinni. Kristján Þór Ebeneserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit, eru í hópi þeirra sem leggjast gegn R-leið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í vestfirska fréttamiðlinum segir að af þessum 95, sem skrifuðu undir mótmælin, séu 2/3 með lögheimili í hreppnum og 1/3 utan hans, en það séu fasteigna- eða jarðeigendur eða einstaklingar sem reka fyrirtæki í hreppnum. Til samanburðar hafi 52 mælt með R-leiðinni í fyrravor á undirskriftalista sem þá kom fram. Íbúar í Reykhólahreppi voru 259 í byrjun ársins, þar af tæplega 200 á kjörskrá, að því er segir í BB.
Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45