Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu.
Þetta kemur fram í frétt á vef norska ríkisútvarpsins en Tom Hagen fann skilaboðin þegar hann kom heim þann 31. október síðastliðinn.
Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hvað stóð í skilaboðunum annað en að þar hafi verið sett fram krafa um lausnargjald, Hagen sagt að hafa ekki samband við lögregluna ella myndi hann hljóta verra af.
Anne-Elisabeth var rænt þar sem hún var stödd á baðherbergi heimili síns en blöðin með skilaboðunum fundust annars staðar í húsinu.
Mannræningjarnir krefjast yfir milljarðs króna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Lögreglan er engu nær um það hverjir eru að verki eða hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin og hvort hún sé lífs eða liðin. Þá hafa lögregluyfirvöld átt í litlum samskiptum við mannræningjana.
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku

Tengdar fréttir

Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum
Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær.

Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins
Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.

Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“
Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló.