Erlent

Skila­­boð mann­ræningjanna á bjagaðri norsku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.
Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.

Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu.

Þetta kemur fram í frétt á vef norska ríkisútvarpsins en Tom Hagen fann skilaboðin þegar hann kom heim þann 31. október síðastliðinn.

Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hvað stóð í skilaboðunum annað en að þar hafi verið sett fram krafa um lausnargjald, Hagen sagt að hafa ekki samband við lögregluna ella myndi hann hljóta verra af.

Anne-Elisabeth var rænt þar sem hún var stödd á baðherbergi heimili síns en blöðin með skilaboðunum fundust annars staðar í húsinu.

Mannræningjarnir krefjast yfir milljarðs króna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Lögreglan er engu nær um það hverjir eru að verki eða hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin og hvort hún sé lífs eða liðin. Þá hafa lögregluyfirvöld átt í litlum samskiptum við mannræningjana.


Tengdar fréttir

Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“

Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.