Fletti ofan af knattspyrnusambandi Gana og var myrtur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2019 22:30 Kwesi, fyrrum formaður knattspyrnusambands Gana, sést hér taka við mútum. Þetta myndskeið varð honum að falli. Rannsóknarblaðamaðurinn Ahmed Hussein-Suale var myrtur í Gana á miðvikudag. Hann átti stóran þátt í að opinbera mikla spillingu innan knattspyrnusambands þjóðarinnar. Tveir menn á mótorhjóli keyrðu upp að bifreið Hussein-Suale og skutu hann til bana með þremur skotum. Hann lést á staðnum. Hussein-Suale var einn af aðalmönnunum sem notuðu faldar myndavélar og villtu á sér heimildir til þess að fletta ofan af spillingunni í Gana. Þeir gripu fjölmarga innan hreyfingarinnar að því að þiggja mútur. Þar á meðal sjálfan formann knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantakyi. Sá var á endanum settur í lífstíðarbann frá knattspyrnu og stjórnvöld í Gana tóku yfir rekstur knattspyrnusambandsins. Hussein-Suale eignaðist því marga volduga óvini og er talið að einhver þeirra standi að baki morðinu. Þingmaðurinn Kennedy Agyapong var mjög ósáttur við blaðamennskuna og hvatti landa sína til þess að ganga í skrokk á Hussein-Suale. Það er sláandi að sjá þetta viðtal.Sad news, but we shall not be silenced. Rest in peace, Ahmed. #JournalismIsNotACrime#SayNoToCorruptionpic.twitter.com/Gk2Jdgo6Sn — Anas Aremeyaw Anas (@anasglobal) January 17, 2019 Agyapong var í gær færður til yfirheyrslu en hann er ekki sagður vera grunaður um aðild að morðinu. Ofbeldi gegn blaðamönnum í Gana er ekki algengt en aðeins einn blaðamaður hafði verið myrtur í landinu áður. Það var árið 1992. Fótbolti Gana Tengdar fréttir Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana í lífstíðarbann Einn valdamesti maðurinn í afrískum fótbolta, Kwesi Nyantakyi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta en hann var gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur. 31. október 2018 10:30 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Rannsóknarblaðamaðurinn Ahmed Hussein-Suale var myrtur í Gana á miðvikudag. Hann átti stóran þátt í að opinbera mikla spillingu innan knattspyrnusambands þjóðarinnar. Tveir menn á mótorhjóli keyrðu upp að bifreið Hussein-Suale og skutu hann til bana með þremur skotum. Hann lést á staðnum. Hussein-Suale var einn af aðalmönnunum sem notuðu faldar myndavélar og villtu á sér heimildir til þess að fletta ofan af spillingunni í Gana. Þeir gripu fjölmarga innan hreyfingarinnar að því að þiggja mútur. Þar á meðal sjálfan formann knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantakyi. Sá var á endanum settur í lífstíðarbann frá knattspyrnu og stjórnvöld í Gana tóku yfir rekstur knattspyrnusambandsins. Hussein-Suale eignaðist því marga volduga óvini og er talið að einhver þeirra standi að baki morðinu. Þingmaðurinn Kennedy Agyapong var mjög ósáttur við blaðamennskuna og hvatti landa sína til þess að ganga í skrokk á Hussein-Suale. Það er sláandi að sjá þetta viðtal.Sad news, but we shall not be silenced. Rest in peace, Ahmed. #JournalismIsNotACrime#SayNoToCorruptionpic.twitter.com/Gk2Jdgo6Sn — Anas Aremeyaw Anas (@anasglobal) January 17, 2019 Agyapong var í gær færður til yfirheyrslu en hann er ekki sagður vera grunaður um aðild að morðinu. Ofbeldi gegn blaðamönnum í Gana er ekki algengt en aðeins einn blaðamaður hafði verið myrtur í landinu áður. Það var árið 1992.
Fótbolti Gana Tengdar fréttir Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana í lífstíðarbann Einn valdamesti maðurinn í afrískum fótbolta, Kwesi Nyantakyi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta en hann var gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur. 31. október 2018 10:30 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana í lífstíðarbann Einn valdamesti maðurinn í afrískum fótbolta, Kwesi Nyantakyi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta en hann var gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur. 31. október 2018 10:30
Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26