Erlent

Ungabarn fannst á lífi eftir 35 tíma í rústum húss

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarliði hefur tekist að bjarga alls sex manns á lífi úr rústum hússins, þar á meðal þrettán ára dreng.
Björgunarliði hefur tekist að bjarga alls sex manns á lífi úr rústum hússins, þar á meðal þrettán ára dreng. Getty
Sjö manns eru látnir og margra er enn saknað eftir að gassprenging varð í tíu hæða fjölbýlishúsi í rússneska bænum Magnitogorsk í gærmorgun.Fréttir hafa nú borist af því að björgunarliði hafi tekist að bjarga ellefu mánaða dreng úr rústum hússins, 35 tímum eftir að það hrundi. Talsmaður yfirvalda segir að drengurinn sé alvarlega slasaður og hefur hann nú verið fluttur á sjúkrahús í höfuðborginni. Móðir drengsins lifði einnig af sprenginguna.Staðfest hefur verið að sjö hafi látist, en 37 er enn saknað.Áður en hinn ellefu mánaða drengur fannst á lífi, hafði talsmaður yfirvalda lýst því yfir að ólíklegt væri að nokkur myndi finnast á lífi. Er það rakið til mikils kuldaveðurs, en í nótt var 18 stiga frost í Magnitogorsk sem er að finna í Úralfjöllum, um 1.700 kílómetrum austur af höfuðborginni Moskvu. Þá hefur haldið áfram að hrynja úr húsinu sem hefur gert björgunarstarfi erfitt fyrir.Björgunarliði hafði áður tekist að bjarga alls sex manns á lífi úr rústum hússins, þar á meðal þrettán ára dreng.Ríkisstjórinn Boris Dubrovskij hefur lýst yfir sorgardegi í héraðinu á morgun og fyrirskipað að flaggað skuli í hálfa stöng. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ferðaðist í gær til Magnitogorsk til að fylgjast með björgunarstarfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.