„Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 20:52 Inga Sæland í Kryddsíldinni í gær. Vísir Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“
Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira