Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 11:30 Paul Whelan er sagður öryggisstjóri bílapartabirgja í Michigan í Bandaríkjunum. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21