Erlent

Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Rauða torginu í Moskvu.
Frá Rauða torginu í Moskvu. Vísir/Getty
Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. Stofnunin segir að maðurinn, sem heitir Paul Whelan, hafi verið gómaður við njósnir en hefur ekki gefið út nánari upplýsingar. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ekki staðfest handtökuna.



Samkvæmt TASS, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, stendur rannsókn yfir og gæti Whelan verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi.



Samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur ekki þótt jafn slæmt í langan tíma. Afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum hafa dregið dilk á eftir sér og standa þó nokkrar rannsóknir yfir í Bandaríkjunum þeirra vegna. Innlimun Rússa á Krímskaga, stuðningur þeirra við aðskilnaðarsinna í Úkraínu og eitrun Sergei Skripal, spila einnig inn í.

Þá játaði hin rússneska Maria Butina fyrr í þessum mánuði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis, Rússlands, í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×