„Ég var logandi hrædd við skrímslið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:23 Depp og Heard í febrúar árið 2016, þremur mánuðum áður en Heard sótti um skilnað. Getty/John Shearer Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53
Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14
Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39