Lífið

Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Johnny Depp fer yfir víðan völl í viðtali í Rolling Stone
Johnny Depp fer yfir víðan völl í viðtali í Rolling Stone Vísir/Getty

Johnny Depp er í ítarlegu viðtali í tímaritinu Rolling Stone. Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. Blaðamaðurinn sem tók viðtalið, Stephen Rodrick, segir að Depp líti út fyrir að vera einmana maður á villigötum. 

Rodrick tók viðtalið við Depp í London og tók það 72 klukkutíma. Depp talar aðeins stuttlega um skilnað sinn við leikkonuna Amber Heard sem hann á að hafa lagt hendur á, meðan samband þeirra stóð. Depp talar lítið um samband þeirra, kannski vegna þess að hann skrifaði undir samning þess efnis að hann megi ekki ræða það.

Þunglyndi, vodka og dagbókarskrif

Depp segir einnig frá glímu sinni við þunglyndi í viðtalinu og segir að hann hafi verið mjög langt niðri á tíma. Depp segir einnig frá því að hann hélt dagbók á meðan hann var á tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni, The Hollywood Vampires, að hann hafi fengið sér vodka á morgnana og skrifað þangað til að augu hans fylltust af tárum og hann sá ekki blaðsíðuna lengur.

Viðtalið við Johnny Depp má sjá í heild sinni hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.