Handboltastrákar sóttu tugi trjáa hjá Vesturbæingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:15 Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira