Telur kjötskatt gott lýðheilsu- og loftslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. janúar 2019 18:30 Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir. Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir.
Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30