Erkibiskupinn í Lyon svarar til saka fyrir meinta yfirhylmingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Philippe Bararin spennti greipar í dómsal í Lyon í gær. Sakaður um að hylma yfir með barnaníðingi. Fréttablaðið/AFP Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira