Erkibiskupinn í Lyon svarar til saka fyrir meinta yfirhylmingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Philippe Bararin spennti greipar í dómsal í Lyon í gær. Sakaður um að hylma yfir með barnaníðingi. Fréttablaðið/AFP Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira
Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira