Erlent

Fjölskylda konu sem eignaðist barn í dái æf

Samúel Karl Ólason skrifar
Þann 29. desember fæddi konan dreng og vissi starfsfólk stofnunarinnar ekki að hún væri ólétt.
Þann 29. desember fæddi konan dreng og vissi starfsfólk stofnunarinnar ekki að hún væri ólétt. AP/Ross D. Franklin

Lögreglan í Phoenix í Bandaríkjunum hefur fengið heimild til lífssýnatöku allra karlkyns starfsmanna heilbrigðisstofnunar í Bandaríkjunum, þar sem kona, sem hefur verið í dái í rúm tíu ár, fæddi barn skömmu fyrir áramót. Fjölskylda konunnar, sem er af indíánaættum, er æf yfir málinu en hefur þó beðið um næði.

Konan sem um ræðir féll í dá eftir að hún drukknaði næstum því fyrir rúmum tíu árum og hefur verið á sérstakri umhyggjustofnun síðan þá. Þann 29. desember fæddi hún þó dreng og vissi starfsfólk stofnunarinnar ekki að hún væri ólétt. Hún er nú 29 ára gömul.

Forsvarsmenn ættbálks konunnar hafa, samkvæmt AP fréttaveitunni, sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast hneykslaðir og í senn miður sín yfir meðferðinni á konunni. Þegar elskaður meðlimur samfélags sé í slíkri umönnun sé nauðsynlegt að treysta á fólkið sem annast viðkomandi. Ljóst sé að einhverjum þeirra hafi ekki verið treystandi og hann hafi brotið gegn henni.

Lögmaður fjölskyldu konunnar segir að drengurinn hafi fæðst inn í góða fjölskyldu og séð verði um hann.

Framkvæmdastjóri Hacienda HealthCare, stofnunarinnar sem konan var vistuð í, sagði af sér á mánudaginn og stjórn stofnunarinnar segir að allt verði gert svo hægt verði að komast til botns í þessu máli og tryggja öryggi sjúklinga og starfsmanna.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.