Enski boltinn

Real í þægilegri stöðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sergio Ramos er fyrirliði Real
Sergio Ramos er fyrirliði Real vísir/getty

Real Madrid er komið með níu tær í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar eftir öruggan sigur á Leganes í 8-liða úrslitunum í kvöld.

Sergio Ramos skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn í Real fóru með forystu inn í leikhléið.

Í seinni hálfleik bættu Lucas og Junior Vinicius við sitt hvoru markinu fyrir Real sem fór með þægilegan 3-0 sigur af hólmi.

Stuðningsmenn Real geta því farið að huga að undanúrslitaleiknum en miðað við stormasamt gengi Evrópumeistaranna í vetur er þó aldrei að vita nema Leganes nái að slá þá úr keppni í seinni leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.