Þeir sem búa fjær miðborginni neikvæðari í garð ferðamanna en þeir sem búa nær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:45 Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira