TF-SIF líklega síðasta mannaða flugvél Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 23:37 Hermes 900 dróni í eftirlitsflugi Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira