Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2019 22:10 Loftbelgurinn kominn á loft við Loftleiðahótelið í kvöld, tjóðraður við öryggisbönd. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent