Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2019 22:10 Loftbelgurinn kominn á loft við Loftleiðahótelið í kvöld, tjóðraður við öryggisbönd. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41