Fótbolti

Chris Coleman lifði af ellefu mánuði í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Coleman á hliðarlínunni með Hebei.
Coleman á hliðarlínunni með Hebei. vísir/getty
Þolinmæði stjórnarmanna knattspyrnliða í Kína er ekki alltaf mikil og því hefur Chris Coleman nú fengið að kynnast.

Hann hefur verið rekinn frá Hebei China Fortune eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. Reyndar hefur gengið afar illa hjá Coleman og hans liði.

Hebei er í næstneðsta sæti kínversku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.

Stuðningsmenn hafa löngu fengið nóg og hafa mætt með fána á síðustu leiki þar sem á stendur: „Þú ert rekinn, farðu heim og mamma þín vill fá þig heim í mat.“

Coleman sló í gegn sem þjálfari er hann fór með lið Wales alla leið í undanúrslit á EM 2016. Hann fór svo til Sunderland og náði ekki að bjarga liðinu frá falli.

Þá fór hann til Kína og virðist vera búinn að fella lið þar líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×