Bandaríkjastjórn vildi ekki taka þátt í átaki gegn öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 18:09 Bandaríkjastjórn Trump forseta treysti sér ekki til að styðja alþjóðlegt átak gegn öfgahyggju á netinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira