Manchester City menn öskureiðir vegna baktjaldamakks Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 09:00 Mikel Arteta við hlið Pep Guardiola á varamannabekk Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11). Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11).
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira