Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Sighvatur Jónsson skrifar 25. mars 2019 12:30 Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að nýr Herjólfur sé tilbúinn til heimsiglingar. Mynd/Aðsend Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu.Vegagerðin hefur hafnað kröfu skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi um aukagreiðslu. Greiðslan er sögð í ósamræmi við samninginn um smíði Herjólfs. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir í samtali við fréttastofu að skipasmíðastöðin vilji ekki ræða samningaviðræður í fjölmiðlum. Í ljósi orða Vegagerðarinnar um að samninganefnd hafi farið til Póllands í síðustu viku vekja þau orð Björgvins athygli að engir samningafundir hafi farið fram. Hann segir að lögfræðingar frá Vegagerðinni og dönsku fyrirtæki hafi verið í Póllandi á dögunum. En það hafi hins vegar ekki verið rætt um viðbótargreiðslu sem skipasmíðastöðin hefur krafist.Vegagerðin reiknar dagsektir frá miðjum janúar síðastliðnum og metur að þær nemi rúmum 200 milljónum króna.Vísir/TótlaOf þungur Herjólfur lengdur Stærsta breytingin við smíði Herjólfs var að gera ferjuna alfarið rafdrifna. Um það var gerður sérstakur samningur. Björgvin nefnir sem dæmi um aðrar breytingar að lengja hafi þurft Herjólf til þess að koma til móts við kröfur um djúpristu. Samkvæmt upphaflegum teikningum hafi skipið verið of þungt, úttekt skipasmíðastöðvarinnar sýni að munurinn hafi að lágmarki verið um hundrað tonn. Einn möguleiki hafi verið að létta skipið með því að nota dýrt stál sem notað er við smíði herskipa. Þess í stað hafi verið ákveðið að lengja skipið. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu.Vegagerðin hefur hafnað kröfu skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi um aukagreiðslu. Greiðslan er sögð í ósamræmi við samninginn um smíði Herjólfs. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir í samtali við fréttastofu að skipasmíðastöðin vilji ekki ræða samningaviðræður í fjölmiðlum. Í ljósi orða Vegagerðarinnar um að samninganefnd hafi farið til Póllands í síðustu viku vekja þau orð Björgvins athygli að engir samningafundir hafi farið fram. Hann segir að lögfræðingar frá Vegagerðinni og dönsku fyrirtæki hafi verið í Póllandi á dögunum. En það hafi hins vegar ekki verið rætt um viðbótargreiðslu sem skipasmíðastöðin hefur krafist.Vegagerðin reiknar dagsektir frá miðjum janúar síðastliðnum og metur að þær nemi rúmum 200 milljónum króna.Vísir/TótlaOf þungur Herjólfur lengdur Stærsta breytingin við smíði Herjólfs var að gera ferjuna alfarið rafdrifna. Um það var gerður sérstakur samningur. Björgvin nefnir sem dæmi um aðrar breytingar að lengja hafi þurft Herjólf til þess að koma til móts við kröfur um djúpristu. Samkvæmt upphaflegum teikningum hafi skipið verið of þungt, úttekt skipasmíðastöðvarinnar sýni að munurinn hafi að lágmarki verið um hundrað tonn. Einn möguleiki hafi verið að létta skipið með því að nota dýrt stál sem notað er við smíði herskipa. Þess í stað hafi verið ákveðið að lengja skipið.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira