Erlent

Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Doan Thi Huong eftir að hún játaði.
Doan Thi Huong eftir að hún játaði. AP/Vincent Thian
Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. Hún játaði ekki að hafa myrt Kim heldur játaði hún vegna nýrrar ákæru þar sem hún var ákærð fyrir að valda skaða með vísvitandi beitingu hættulegs vopns.

Hættulega vopnið í þessu tilviki var þó taugaeitrið VX, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn.

Doan Thi Huong, sem er frá Víetnam, var dæmd í rúmlega þriggja ára fangelsi en lögmaður hennar segist búast við því að henni verði sleppt á næstunni. Jafnvel í næsta mánuði, samkvæmt AP fréttaveitunni.Búið er að sleppa Siti Aisyah, frá Indónesíu, sem gert var að hafa makað taugaeitrinu á andlit Kims. Ákærurnar gegn henni voru óvænt felldar niður.Konurnar hafa báðar ávallt haldið því fram að þeir hefi verið plataðar til að myrða Kim og að þeim hafi verið sagt að þær væru þátttakendur í einhvers konar sjónvarpshrekk. Þær voru þó upprunalega ákærðar fyrir að hafa verið í samráði við fjóra útsendara Norður-Kóreu. Þeir flúðu þó frá Malasíu um leið og Kim var allur.

 


Tengdar fréttir

Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam

Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni.

Leita vitna að morðinu á Kim

Kim Jong-nam lést í febrúar mánuði 2017 á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu. Við rannsókn málsins fundust leifar af taugaeitrinu VX á andliti Kim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.