Aron Einar: Þessi umræða var eins og hún var Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 21:18 Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58
Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15