Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2019 19:54 Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu. Einmuna veðurblíða hefur verið á Suðurlandi síðustu viku, annað en síðasta sumar þegar rigndi nánast allt sumarið. Þegar veður er svona gott þurfa sveitarfélögin að huga að vatnsmálum sínum og passa að það sé til nóg af vatni fyrir heimilin og fyrirtækin. Nokkur sveitarfélög hafa sent tilkynningar frá sér þar sem fólk er beðið að fara sparlega með vatn og að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Rangárþing ytra er eitt af þessum sveitarfélögum. „Við erum að hvetja fólk, sérstaklega í hinum dreifðu byggðum til að fara sparlega með vatn. Þetta snýst um að dreifa vatni en þegar það bætast við nokkur þúsund nýir íbúar um eina helgi, þá önnum við ekki eftirspurn,“ segir Ágúst. Ágúst segir mikla notkun á vatni þegar veður er svona gott. „Já, það er málið, núna er hvítasunnuhelgi og frábært veður og þá er fólk að vökva garðinn og það er verið að nýta vatn með öðrum hætti en bara að nota það til heimilisþarfa, þá erum við tæpir, sérstaklega á ákveðnum svæðum eins og út í sumarbústaðabyggðunum, það er erfiðast þar.“ En þegar Ágúst talar um að spara vatn, hvað á hann þá nákvæmlega við ? „Til dæmis að búa til vatnsrennibrautir eða eitthvað slíkt, sem við þekkjum dæmi um eða að vökva garða alveg miskunnarlaust, sem að mætti gera sparlegar. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk sé ekki að nota vatn að óþörfu núna á þessum viðkvæma tíma.“ Ágúst segir að allur jarðvegur sé mjög þurr og gras er víða farið að gulna vegna bruna.„Það hefur hægst á öllum vexti og við myndum allavega þiggja næturrigningar. Ég ligg á bæn og bið um það. Þá mundi allt smella hjá okkur. Hér væri klárt í þriðja slátt um miðjan ágúst,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Landbúnaður Rangárþing ytra Veður Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira