Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 18:27 Umfjöllunin er sett í samhengi við nýlegt banaslys við Núpsvötn þar sem þrír breskir ríkisborgarar létust. Skjáskot/Sky News Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Breska fréttastofan Sky birti í dag umfjöllun um „varasama hegðun“ erlendra ferðamanna á Íslandi, sérstaklega í tengslum við áhuga þeirra á norðurljósum. Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Norðurlandi eystra að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum og geti þannig stofnað sjálfum sér og öðrum í hættu. Er þetta sagt sérstaklega eiga við um þá ferðamenn sem leiti að norðurljósum og lýsir lögregla yfir áhyggjum af því að þeir einbeiti sér ekki nógu vel að akstrinum.Stigið fyrirvaralaust á bremsuna á miðjum veginum Jóhannes Sigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lýsir ástandinu í samtali við Sky. Hann segir veður og færð á vegum vissulega geta skapað hættuástand en rót vandans megi einnig rekja til varasamrar hegðunar ferðamannanna. „Eins og þegar stigið er á bremsuna á miðjum veginum þegar skyndilega gefst færi til myndatöku, án þess að vara þá ökumenn sem koma á eftir við. Í myrkrinu, þegar norðurljósin lýsa upp himininn, er þetta enn hættulegra.“ Þá nefnir hann einnig örar veðurbreytingar á Íslandi en þeim séu ferðamenn margir hverjir óvanir. Sky hefur einnig eftir ferðamanni frá Singapúr sem staddur var á Íslandi að akstur á íslenskum vegum væri „erfiður“, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir líkt og raunin er á þessum tíma árs. Töluvert hefur verið fjallað um slysfarir erlendra ferðamanna í umferðinni hér á landi síðustu ár. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 slasaðist 21 erlendur ferðamaður í umferðinni miðað við 32 og 33 síðustu tvö árin á undan. Síðast varð alvarlegt slys við Núpsvötn í lok desember þar sem þrír breskir ríkisborgarar, tvær konur og eitt ungabarn, létu lífið. Þá hefur fjölmiðlum einnig verið tíðrætt um norðurljósaáhuga erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Alþekkt er að örtröð myndist á þekktum útsýnisstöðum þegar norðurljósin láta sjá sig og þá hefur einnig verið fjallað um hrakfarir ferðamanna sem vilja berja þau augum.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00
Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. 3. janúar 2019 15:00