Innlent

Helmingur útkalla vegna erlendra ríkisborgara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Fréttablaðið/ernir

Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018. Er um enn eitt metárið að ræða í fjölda útkalla hjá Gæslunni. Aukning á milli ára var átta prósent en í fyrra fóru þyrlur og flugvél stofnunarinnar í 257 útköll.

Strax í nóvember hafði met fyrra árs fallið en á síðasta ári voru 180 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförunum. Helmingur þeirra voru erlendir ríkisborgarar.

Útköllin hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og eru tæplega 74 prósent fleiri en árið 2011 þegar þau voru 160. Metfjöldi útkalla ársins 2018 kemur Landhelgisgæslunni ekki á óvart ef tekið er mið af þróun síðastliðinna ára.

Alls fóru loftförin TF-LIF, TF-GNA, TF-SYN og TF-SIF í 731 flugferð á árinu 2018 en flugferðirnar voru 628 árið 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.