Risavaxin reikistjarna veldur heilabrotum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:30 Teikning listamanns af hvernig gasrisinn GJ3512b gæti litið út á braut um móðurstjörnu sína. Háskólinn í Bern/CARMENES/RenderArea/J. Bollaín/C. Gallego Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast. Geimurinn Vísindi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira