Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2019 06:30 Angela Merkel og Emmanuel Macron í París í gær. Vísir/Getty Fullkomin ringulreið ríkir nú í Norður-Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að þúsund manna herlið yrði flutt af svæðinu á allra næstu dögum en í raun er um allt herlið Bandaríkjanna á svæðinu að ræða. Bandaríski varnarmálaráðherrann tilkynnti þetta í gær þrátt fyrir að Kúrdar hefðu grátbeðið um aðstoð og embættismenn í Pentagon hefðu undanfarna daga ítrekað fullvissað þá um að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa bandamenn sína í baráttunni við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Íslamska ríkið, ISIS, er sagt vera að styrkja stöðu sína á ný en The Guardian greindi frá því í gær að minnst 750 manns með tengsl við hryðjuverkasamtökin hefðu flúið úr fangabúðum á svæðinu frá því að hernaðaraðgerir Tyrkja hófust. Á föstudag bárust fregnir af því að einar búðirnar stæðu í björtu báli en ekki er vitað um örlög þeirra sem þar voru vistaðir. Lítið eftirlit hefur verið haft með fangelsuðum ISIS-liðum undanfarna daga. Hafa kúrdískir fangaverðir ýmist þurft að flýja varðstöður sínar vegna sprengjuregns sem Tyrkir hafa beint að fangelsunum eða kosið að yfirgefa þær til að verjast landhernaði Tyrkja. Fangabúðir eru því óvarðar að mestu og eru hryðjuverkasamtökin sögð njóta þeirrar ringulreiðar sem ríkir á svæðinu. Hernaður Tyrkja á svæðinu fer enn harðnandi. Á þriðja tug almennra borgara týndu lífi í gær og talið er að um 60 almennir borgarar hafi farist frá því að hernaðaraðgerðir Tyrkja á svæðinu hófust í síðustu viku. Reuters-fréttastofan greindi frá því í gær að Rússar hefðu haft milligöngu um viðræður sýrlenskra stjórnvalda og Sýrlenska lýðveldishersins SDF sem Kúrdar leiða. Rússar hafa verið helstu bandamenn al-Assad Sýrlandsforseta. Heimildarmaður tengdur sýrlenskum stjórnvöldum sagði að viðræðurnar, sem fram færu í Damaskus, hefðu bæði farið fram fyrir og eftir síðustu hernaðaraðgerðir Tyrkja. Þótt Donald Trump sæti áfram mikilli og þverpólitískri gagnrýni heima fyrir vegna ákvörðunar sinnar um að kalla herliðið heim hafa þjóðarleiðtogar í Evrópu ekki gagnrýnt Bandaríkjastjórn opinberlega og beina gagnrýni sinni að Tyrkjum einum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdu hernað Tyrkja á sameiginlegum fundi með blaðamönnum í París í gær. Lýstu þau bæði áhyggjum af uppgangi Íslanska ríkisins í Sýrlandi á ný og alvarlegum afleiðingum sem ófriðurinn gæti haft í Evrópu. Bandaríska dagblaðið The Washington Post vísaði sérstaklega til þess í umfjöllun um fundinn að leiðtogarnir hefðu ekki beint gagnrýni sinni að Bandaríkjastjórn líkt og heimamenn sjálfir gerðu og létu nægja að fordæma Tyrki. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræðir átökin í Sýrlandi á fundi utanríkismálanefndar í dag en líkt og Merkel og Macron hefur hann lagt áherslu á að um einhliða aðgerð Tyrkja sé að ræða og hefur ekki viljað beina gagnrýni að Bandaríkjastjórn opinberlega. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fullkomin ringulreið ríkir nú í Norður-Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að þúsund manna herlið yrði flutt af svæðinu á allra næstu dögum en í raun er um allt herlið Bandaríkjanna á svæðinu að ræða. Bandaríski varnarmálaráðherrann tilkynnti þetta í gær þrátt fyrir að Kúrdar hefðu grátbeðið um aðstoð og embættismenn í Pentagon hefðu undanfarna daga ítrekað fullvissað þá um að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa bandamenn sína í baráttunni við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Íslamska ríkið, ISIS, er sagt vera að styrkja stöðu sína á ný en The Guardian greindi frá því í gær að minnst 750 manns með tengsl við hryðjuverkasamtökin hefðu flúið úr fangabúðum á svæðinu frá því að hernaðaraðgerir Tyrkja hófust. Á föstudag bárust fregnir af því að einar búðirnar stæðu í björtu báli en ekki er vitað um örlög þeirra sem þar voru vistaðir. Lítið eftirlit hefur verið haft með fangelsuðum ISIS-liðum undanfarna daga. Hafa kúrdískir fangaverðir ýmist þurft að flýja varðstöður sínar vegna sprengjuregns sem Tyrkir hafa beint að fangelsunum eða kosið að yfirgefa þær til að verjast landhernaði Tyrkja. Fangabúðir eru því óvarðar að mestu og eru hryðjuverkasamtökin sögð njóta þeirrar ringulreiðar sem ríkir á svæðinu. Hernaður Tyrkja á svæðinu fer enn harðnandi. Á þriðja tug almennra borgara týndu lífi í gær og talið er að um 60 almennir borgarar hafi farist frá því að hernaðaraðgerðir Tyrkja á svæðinu hófust í síðustu viku. Reuters-fréttastofan greindi frá því í gær að Rússar hefðu haft milligöngu um viðræður sýrlenskra stjórnvalda og Sýrlenska lýðveldishersins SDF sem Kúrdar leiða. Rússar hafa verið helstu bandamenn al-Assad Sýrlandsforseta. Heimildarmaður tengdur sýrlenskum stjórnvöldum sagði að viðræðurnar, sem fram færu í Damaskus, hefðu bæði farið fram fyrir og eftir síðustu hernaðaraðgerðir Tyrkja. Þótt Donald Trump sæti áfram mikilli og þverpólitískri gagnrýni heima fyrir vegna ákvörðunar sinnar um að kalla herliðið heim hafa þjóðarleiðtogar í Evrópu ekki gagnrýnt Bandaríkjastjórn opinberlega og beina gagnrýni sinni að Tyrkjum einum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdu hernað Tyrkja á sameiginlegum fundi með blaðamönnum í París í gær. Lýstu þau bæði áhyggjum af uppgangi Íslanska ríkisins í Sýrlandi á ný og alvarlegum afleiðingum sem ófriðurinn gæti haft í Evrópu. Bandaríska dagblaðið The Washington Post vísaði sérstaklega til þess í umfjöllun um fundinn að leiðtogarnir hefðu ekki beint gagnrýni sinni að Bandaríkjastjórn líkt og heimamenn sjálfir gerðu og létu nægja að fordæma Tyrki. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræðir átökin í Sýrlandi á fundi utanríkismálanefndar í dag en líkt og Merkel og Macron hefur hann lagt áherslu á að um einhliða aðgerð Tyrkja sé að ræða og hefur ekki viljað beina gagnrýni að Bandaríkjastjórn opinberlega.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11