Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 00:15 Matthías var hress þegar fréttamaður heyrði í honum hljóðið. Vísir Meðlimir Hatara voru nokkuð brattir þegar fréttamenn Vísis náðu af þeim tali eftir úrslitakvöld Eurovision og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af viðbrögðum við uppákomu þeirra þar sem þeir veifuðu palestínskum fána í beinni útsendingu. Fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins virtist þá ekki heldur þjakaður af áhyggjum Fréttamenn Vísis náðu stuttlega tali af liðsmönnum Hatara eftir úrslitakvöldið í Eurovision þar sem Hatari hélt uppi palestínskum fána undir lok útsendingar, nánar tiltekið þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt. „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum.Þá sagðist Felix Bergsson, fararstjóri Íslenska hópsins, ekki hafa miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem uppátæki Hatara kynni að hafa í för með sér.Hefur þetta einhverjar afleiðingar?„Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“ Aðspurður sagðist Felix ekki hafa miklar áhyggjur af framvindu málsins næstu daga, en kvaðst þó verða feginn því að komast heim til Íslands á mánudaginn. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld birti Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði taka fánana af meðlimum sveitarinnar. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Meðlimir Hatara voru nokkuð brattir þegar fréttamenn Vísis náðu af þeim tali eftir úrslitakvöld Eurovision og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af viðbrögðum við uppákomu þeirra þar sem þeir veifuðu palestínskum fána í beinni útsendingu. Fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins virtist þá ekki heldur þjakaður af áhyggjum Fréttamenn Vísis náðu stuttlega tali af liðsmönnum Hatara eftir úrslitakvöldið í Eurovision þar sem Hatari hélt uppi palestínskum fána undir lok útsendingar, nánar tiltekið þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt. „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum.Þá sagðist Felix Bergsson, fararstjóri Íslenska hópsins, ekki hafa miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem uppátæki Hatara kynni að hafa í för með sér.Hefur þetta einhverjar afleiðingar?„Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“ Aðspurður sagðist Felix ekki hafa miklar áhyggjur af framvindu málsins næstu daga, en kvaðst þó verða feginn því að komast heim til Íslands á mánudaginn. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld birti Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði taka fánana af meðlimum sveitarinnar.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58