Maurizio Sarri: Fullkomlega eðlilegt að vera með Eden Hazard á bekknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 22:15 Eden Hazard. Vísir/Getty Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Sjá meira