Mikið mildi þykir að eldurinn komst ekki í troll sem var verið að flytja.Vísir/Sigurjón
Eldur kom upp í flutningabíl með stóru trolli við hringtorg Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði. Mikið mildi þykir að eldur hafi ekki náð að læsa í trollið. Slökkvilið sendi dælubíla frá Reykjavík og Hafnarfirði á staðinn. Mikill reykur myndaðist en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Umferð um svæðið gengur hægt á meðan slökkviliðsmenn athafna sig á vettvangi. Er flutningabíllinn sagður ónýtur