Pyndinganefnd í eftirlitsferð á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 Ráðið hefur áður lýst yfir áhyggjum af geðheilbrigðismálum í fangelsum. Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum er í reglubundinni eftirlitsferð á Íslandi en nefndin var hér síðast 2012. Nefndin hefur eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk, fangelsi, geðdeildir og vistheimili. Þá ræða erindrekar nefndarinnar við fjölda fólks; starfsfólk umræddra stofnana, frjáls félagasamtök og fleiri. Nefndin kom hingað síðast í eftirlitsferð árið 2012 og gaf út skýrslu um heimsóknina 2013. Í skýrslunni var því lýst að aðstæður hér á landi væru heilt yfir góðar en þó fylgdu henni fjölmargar ábendingar um nauðsynlegar úrbætur auk beiðna um frekari upplýsingar. Lögð var áhersla á lokun gamalla fangelsa (í Kópavogi og á Skólavörðustíg) og hraðað yrði byggingu nýs fangelsis. Lýst var áhyggjum af geðheilbrigðismálum í fangelsum landsins og gagnrýnt að verulega skorti á að sett hefði verið heildstæð löggjöf um geðheilbrigðisþjónustu. Fulltrúar nefndarinnar gefa ekki kost á viðtölum við fjölmiðla meðan á heimsókn þeirra stendur vegna samningsbundinnar trúnaðarskyldu við stjórnvöld. Nefndin mun hins vegar fljótlega eftir heimsóknina senda frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur hvaða stofnanir voru heimsóttar og við hvaða yfirvöld var rætt. Þetta kemur fram í svari nefndarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar kemur einnig fram að búast megi við því að íslenskum stjórnvöldum verði send skýrsla nefndarinnar um heimsóknina síðla árs. Það verði þá undir stjórnvöldum komið hvort þau kjósa að birta skýrsluna opinberlega. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum er í reglubundinni eftirlitsferð á Íslandi en nefndin var hér síðast 2012. Nefndin hefur eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipt fólk, fangelsi, geðdeildir og vistheimili. Þá ræða erindrekar nefndarinnar við fjölda fólks; starfsfólk umræddra stofnana, frjáls félagasamtök og fleiri. Nefndin kom hingað síðast í eftirlitsferð árið 2012 og gaf út skýrslu um heimsóknina 2013. Í skýrslunni var því lýst að aðstæður hér á landi væru heilt yfir góðar en þó fylgdu henni fjölmargar ábendingar um nauðsynlegar úrbætur auk beiðna um frekari upplýsingar. Lögð var áhersla á lokun gamalla fangelsa (í Kópavogi og á Skólavörðustíg) og hraðað yrði byggingu nýs fangelsis. Lýst var áhyggjum af geðheilbrigðismálum í fangelsum landsins og gagnrýnt að verulega skorti á að sett hefði verið heildstæð löggjöf um geðheilbrigðisþjónustu. Fulltrúar nefndarinnar gefa ekki kost á viðtölum við fjölmiðla meðan á heimsókn þeirra stendur vegna samningsbundinnar trúnaðarskyldu við stjórnvöld. Nefndin mun hins vegar fljótlega eftir heimsóknina senda frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur hvaða stofnanir voru heimsóttar og við hvaða yfirvöld var rætt. Þetta kemur fram í svari nefndarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar kemur einnig fram að búast megi við því að íslenskum stjórnvöldum verði send skýrsla nefndarinnar um heimsóknina síðla árs. Það verði þá undir stjórnvöldum komið hvort þau kjósa að birta skýrsluna opinberlega.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira