Þristar sýndir almenningi milli kl. 18 og 20 í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 15:15 Flugvélin "That's All, Brother" er sú sögufrægasta í leiðangrinum en hún var forystuvél inrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið þar sem fánaborg er sjáanleg. Fjórar flugvélar, ýmist DC-3 eða C-47 frá Bandaríkjunum, allar smíðaðar á árunum 1943 til 1945, eru núna komnar á flugstæðið. Auk þess er von á fimmtu flugvélinni um klukkan 17 nú síðdegis en hún er nú á leið frá Grænlandi. Sex þristar, sem lentu í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi, áætluðu þá að koma til Reykjavíkur síðdegis eða í kvöld. Þeir hafa hins vegar tafist vegna ísingar á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Hugsanlegt er að einhverjir þeirra nái til Reykjavíkur í kvöld en það er óvíst.Til stóð að þessi vél, "Miss Virginia" flygi áfram til Bretlands í dag. Brottför hennar frestaðist hins vegar vegna hreyfilbilunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Núna er hins vegar orðið ljóst að íslenski þristurinn Páll Sveinsson mun ekki blandast í hópinn, Þristavinum til sárra vonbrigða. Viðgerð á öðrum hreyfli hans, sem staðið hefur yfir á Akureyri, hefur reynst umfangsmeiri en búist var við og mun ekki klárast áður hinir þristarnir fljúga af landi brott. Leiðangur flugvélanna er í tilefni þess að í byrjun júní verða 75 ár liðin frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þar verður efnt til athafnar og þessa atburðar minnst. DC-3 flugvélar fluttu þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandí til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum taka þátt í athöfninni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda. 21. maí 2019 11:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15