Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 09:27 Frá vettvangi einnar árásarinnar í morgun. Vísir/EPA Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. Árásin er sú sjöunda í röð mannskæðra sprengjuárása á kirkjur og hótel í landinu í dag en nær 160 hafa látist árásunum það sem af er degi. Þá hafa fréttir borist af áttundu sprengjuárás dagsins og lýstu stjórnvöld í kjölfarið yfir útgöngubanni, sem standa mun yfir í tólf klukkustundir. AFP-fréttaveitan hefur eftir lögreglu að tveir hafi látið lífið í sjöundu árásinni, sem gerð var á Tropical Inn-gistiheimilið í Dehiwela. Þá segir í frétt BBC að hinir látnu séu lögreglumenn. Gistiheimilið er töluvert íburðarminna en hin hótelin sem orðið hafa fyrir árásum í dag. Þau eru öll vinsæl lúxushótel, fjölsótt af ferðamönnum.2 dead in an explosion took place inside a small hotel in Dehiwela pic.twitter.com/wR5wMinueb— Azzam Ameen (@AzzamAmeen) April 21, 2019 BREAKING NEWS; 8th Explosion at Mahawila Udayana Road Housing Scheme in Dematagoda Government is to impose Curfew and announcement at any moment— Navamani Newspaper (@NavamaniLK) April 21, 2019 #BREAKING Eighth blast hits Sri Lankan capital: police pic.twitter.com/xH3LT2hVi3— AFP news agency (@AFP) April 21, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá AFP létust 35 útlendingar í árásunum, þar af eru bandarískir, breskir og hollenskir ríkisborgarar. Þá eru fleiri hundruð særðir en páskaguðsþjónustur stóðu yfir í kirkjunum þegar árásirnar dundu yfir. Að minnsta kosti 67 eru sagðir hafa fallið í árásinni á kirkju heilags Sebastíans í Negombo og tugir í hinum kirkjunum, sem eru í Colombo og Batticaloa. Forsætisráðherrar Pakistan og Bretlands hafa báðir fordæmt árásirnar í dag.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time.We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear.— Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief.— Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019 Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á illvirkjunum en komið hefur fram að ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði undirmenn sína við því í síðustu viku að kaþólskar kirkjur í landinu væru nú skotmörk róttækra íslamista á vegum samtakanna National Towheeth Jama‘ath, NTJ.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31