Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir hinum 19 ára gamla Renars Mezgalis. Síðast er vitað um ferðir hans seinni partinn í gær.
Renars er 190 sentimetrar á hæð og er honum lýst sem meðalmanni að vexti. Hann hefur til umráða 2002 árgerð af Nissan Patrol með skráningarnúmerið YS-565.
Þeir sem búa yfir upplýsingum um ferðir Renars eða vita hvar hann er niðurkominn eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.