Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Blómsveigur var lagður að minnisvarða Bjarna Pálssonar við Nesstofu í gær. Fréttablaðið/Valgarður Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira