Fótbolti

Hannes fyrstur til að halda hreinu í tuttugu mótleikjum

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Hannes Þór Halldórsson fagnar eftir jafnteflið á móti Argentínu á HM 2018.
Hannes Þór Halldórsson fagnar eftir jafnteflið á móti Argentínu á HM 2018. Getty/Chris Brunskill
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hélt marki sínu hreinu í leiknum við Tyrki í Istanbul á fimmtudagskvöldið.

Með þessu náði Hannes flottum tímamótum en hann hefur nú náð að halda markinu hreinu í tuttugu keppnisleikjum með íslenska landsliðinu.

Hannes hefur haldið hreinu tólf sinnum í 24 leikjum í EM og átta sinnum í 24 leikjum í HM.

Hannes hefur fundið sérstaklega vel á móti Tyrkjum þar sem hann hefur haldið íslenska markinu hreinu í fjórum af fimm leikjum.

Þetta var fimmti leikurinn í þessari undankeppni þar sem Hannes fær ekki á sig mark en hafði áður haldið hreinu í báðum leikjum á móti Andorra og einnig í heimaleikjunum við Albaníu og Moldóvu.

Hannes var fyrir löngu síðan búinn að taka metið af Birki Kristinssyni sem hélt markinu hreinu í ellefu landsleikjum á sínum tíma.

Markverðir sem hafa haldið oftast hreinu í mótsleik:

20 - Hannes Þór Halldórsson

11 - Birkir Kristinsson

6 - Árni Gautur Arason

4 - Bjarni Sigurðsson

2 - Sigurður Dagsson

2 - Kristján Finnbogason

Hannes Þór Halldórsson og hreint mark í undank. HM og EM:

EM 2012 - 1 leikur

HM 2014 - 3 leikir

EM 2016 - 6 leikir

HM 2018 - 3 leikir

EM 2020 - 5 leikir

Samtals: 20 leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×