Skólayfirvöld og foreldrar þurfi að taka á matarvenjum barna Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 19:49 Ragga segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við það að mörg börn séu með slæmar matarvenjur. Vísir/Vilhelm Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00
„Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00