Lífið

„Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragga hefur séð þetta allt í heilsubransanum.
Ragga hefur séð þetta allt í heilsubransanum. vísir/vilhelm
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. Ragga einbeitir sér að því að hjálpa fólki að snúa við blaðinu og breyta jafnvel um lífstíl. Þetta getur átt við um að létta sig, hætta að reykja eða bæta samband sitt við mat. Ragnhildur er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Í þættinum fer Ragga yfir allt á milli himins og jarðar þegar kemur að heilsu og hvernig heilsufagið hefur breyst í gegnum tíðina.

„Þessi bransi breytist frá ári til árs. Það eru bara mismunandi skilaboð á mismunandi áratug,“ segir Ragga í Einkalífinu.

„Þegar ég byrjaði áttum við aldeilis ekki að borða neinar feitar dýraafurðir. Ég átti bara að borða kjúklingabringur, hvítan fisk, túnfisk og alls ekki lambakjöt, nautakjöt og passa sig alfarið á öllum feitum afurðum. Núna eigum við að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana. Þeir eru bara orðnir rót offituvanda heimsins. Það er bara misjafnt eftir áratug hvað sé í tísku hverju sinni.“

Hún segir samt sem áður að fólk sé upplýstara í dag.

„Með tilkomu internetsins er fólk farið að geta tekið miklu upplýstari ákvarðanir.“

Í þættinum ræðir Ragnhildur einnig um það af hverju hún fór að einbeita sér að heilsubransanum, pistla hennar sem hafa vakið mikla athygli, allskonar megrunarkúra, vandamál heimsbyggðarinnar þegar kemur að kyrrsetu, að maður geti aldrei gert mistök og bara lært og þau námskeið sem hún heldur úti.


Tengdar fréttir

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.

„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“

Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.