Ítalska liðið Inter er þegar byrjað að skoða skotmörk fyrir leikmannamarkaðinn í janúar og eins og áður hefur félagið áhuga á leikmönnum Man. Utd.
Þjálfari liðsins, Antonio Conte, er sagður vera mjög spenntur fyrir því að fá Serbann Nemanja Matic aftur í vinnu hjá sér. Þeir unnu saman hjá Chelsea en Matic fór svo þaðan til Man. Utd.
Matic er ekki lengur fyrsti kostur á miðjuna hjá Man. Utd og Skotinn Scott McTominay á undan í goggunarröðinni hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra United. Matic hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í vetur.
Conte var aldrei sáttur við að missa Matic frá sér hjá Chelsea og nú eru taldar miklar líkur á því að hann fái Serbann til sín í janúar.
Inter er í harðri baráttu við Juventus um ítalska meistaratitilinn og er nú stigi á eftir meisturunum.
Matic á radarnum hjá Inter
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn