Landsvirkjun stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 12:15 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira