Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 11. maí 2019 16:28 Sigmundur Davíð segir stuðningsmenn þriðja orkupakkans skorta rök. Vísir/Vilhelm „Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður. Því fleiri sem þær verða því betra. Hvert tilvik er fyrst og fremst áminning um að stuðningsmenn O3 skorti rök og fari því í mennina en ekki málin.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í færslu á Facebook síðu sinni. Sigmundur kom fram í kvöldfréttum á RÚV í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þriðja orkupakkanum og sagði fund utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins hafa verið óvæntan og þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af honum. Sigmundur sætti harðri gagnrýni frá þingmönnum ýmissa stjórnmálaflokka, þar á meðal Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingsmann Vinstri grænna, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar auk Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Í færslu sinni sagði Sigmundur RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. Hann sagði þó í kvöldfréttum að hefðu þingmenn Miðflokksins vitað af fundinum hefðu þeir mætt á hann en bæði Áslaug og Logi bentu á að fundarboð hafi verið sent út bæði í SMS-skilaboðum og tölvupósti og á skjáskoti sem Logi birti má sjá að allir nefndarmeðlimir utanríkismálanefndar hafi fengið póstinn sendan. „Svo sé ég að VG eru búnir að setja áburðardreifarana sína af stað. M.a. þingmann sem hefur aldrei skorast undan slíku frá því að hann var blaðamaður á Fréttablaðinu og notaði ófáar forsíður og aðrar greinar til að útskýra hvað það væri glatað hjá mér að þvælast fyrir Icesave,“ sagði Sigmundur í færslunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé var blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
„Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður. Því fleiri sem þær verða því betra. Hvert tilvik er fyrst og fremst áminning um að stuðningsmenn O3 skorti rök og fari því í mennina en ekki málin.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í færslu á Facebook síðu sinni. Sigmundur kom fram í kvöldfréttum á RÚV í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þriðja orkupakkanum og sagði fund utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins hafa verið óvæntan og þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af honum. Sigmundur sætti harðri gagnrýni frá þingmönnum ýmissa stjórnmálaflokka, þar á meðal Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingsmann Vinstri grænna, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar auk Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Í færslu sinni sagði Sigmundur RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. Hann sagði þó í kvöldfréttum að hefðu þingmenn Miðflokksins vitað af fundinum hefðu þeir mætt á hann en bæði Áslaug og Logi bentu á að fundarboð hafi verið sent út bæði í SMS-skilaboðum og tölvupósti og á skjáskoti sem Logi birti má sjá að allir nefndarmeðlimir utanríkismálanefndar hafi fengið póstinn sendan. „Svo sé ég að VG eru búnir að setja áburðardreifarana sína af stað. M.a. þingmann sem hefur aldrei skorast undan slíku frá því að hann var blaðamaður á Fréttablaðinu og notaði ófáar forsíður og aðrar greinar til að útskýra hvað það væri glatað hjá mér að þvælast fyrir Icesave,“ sagði Sigmundur í færslunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé var blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21
EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30
EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15