Fótbolti

Djurgården fékk skell en Anna Rakel og María í sigurliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg í landsleik.
Guðbjörg í landsleik. vísir/getty
Djurgården tapaði 3-1 fyrir Gautaborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag á meðan Linköping vann 2-0 sigur á Kungsbacka.

Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgården og þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir spiluðu allan leikinn í vörn Djurgården.

Djurgården er einungis með þrjú stig eftir fyrstu fimm leikina í deildinni en Gautaborg er komið með níu stig.

Annað Íslendingalið, Linköping, vann 2-0 sigur á Kungsbacka sem situr á botninum. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði allan leikinn fyrir Linköping sem er í öðru sætinu.

María Þórisdóttir spilaði í stundarfjórðung er Chelsea vann 3-2 sigur á Reading í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea endar í þriðja sæti deildarinnar en Rakel Hönnudóttir var ekki í leikmannahópi Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×