Eftir bragðdauf jafntefli verður allt undir í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 16:45 Bæjarar þurfa að hafa góðar gætur á Mohamed Salah á Allianz Arena enda væri útivallarmark gulls ígildi fyrir Liverpool í kvöld. Getty/Rich Linley Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira