Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2019 10:44 Mótmælendur á Austurvelli í morgunsárið. Vísir/vilhelm Mótmælendur, sem síðustu daga hafa mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, gistu á Austurvelli í nótt. Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli.Sjá einnig: Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg var stödd hjá Reykjavíkurborg að sækja um leyfi fyrir tjöldunum þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir málið ganga hægt. „Hérna í Reykjavíkurborg fáum við bara mjög „bjúrókratískt“ svar um að þetta verði allt að vera í ferli og að það verði að vera komin umsögn um beiðnina okkar áður en við fáum svar. Og ég spurði hver eigi að gera þessa umsögn en þá er mér bara sagt að þau viti það ekki og ég spurði hvort ég gæti þá talað við einhvern sem viti það. Þá er mér sagt að hringja á símatíma, sem er á eftir og sem við munum alveg gera, en það væri óskandi að fá að tala við einhvern,“ segir Elínborg. „Af því að fólk er í viðkvæmri stöðu og mjög viðkvæmri heilsufarslegri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að það hefur fengið gífurlega lélega heilbrigðisþjónustu hingað til.“Það er köld nótt að baki hjá mótmælendum á Austurvelli. Hælisleitendur hyggjast ekki linna mótmælum fyrr en mál þeirra verði sett í almennilegan farveg hjá stjórnvöldum.Vísir/VilhelmElínborg var ein þeirra sem dvaldi á Austurvelli í nótt. Greint var frá því í gærkvöldi að mótmælendur hefðu verið í góðum gír framan af kvöldi en Elínborg ítrekar að enn sé brýn þörf á teppum, svefnpokum, sængum og mat handa mótmælendum ef fólk hefur tök á að koma með slíkt. „Það var bara kalt, sérstaklega eftir að það var slökkt á tónlistinni. Við dönsuðum í okkur hita til fimm mínútur í ellefu, þá slökktum við sjálf á tónlistinni. Svo reyndum við að spila fótbolta og hanga, en við sendum fólk líka heim í hollum til að hlýja sér. En flóttafólkið sjálft, sérstaklega þeir sem eiga heima á Ásbrú, það kemst ekki neitt og vill ekki fara neitt. En margir voru líka vakandi alla nóttina.“ Elínborg segir að mótmælunum verði haldið áfram þangað til yfirvöld verða við beiðni mótmælenda um að útnefna samningsaðila til að hitta fulltrúa frá hælisleitendum á nokkrum fundum. „Í rauninni erum við að líta til módelsins sem verkalýðshreyfingin er með.“ Þess sé jafnframt krafist að málum fólksins verði komið í almennilegan farveg, og þá er enn staðið við þær fimm kröfur mótmælenda sem þegar hefur verið greint frá. Þær snúa m.a. að því að stöðva brottvísanir flóttafólks, veita því aðgang að heilbrigðisþjónustu og loka flóttamannabúðunum að Ásbrú. Elínborg segir fund hælisleitenda með forsætisráðuneytinu í gær hafa verið „hálfgerða leiksýningu“ en þar báðu hælisleitendur um að tímabundin stöðvun yrði sett á brottvísanir á meðan verið væri að koma samninganefnd á fót. Þeim hafi hins vegar verið greint frá því að það væri ekki hægt. „Og það var eiginlega bara allt „ekki hægt“,“ segir Elínborg um fundinn í gær. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Mótmælendur, sem síðustu daga hafa mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, gistu á Austurvelli í nótt. Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli.Sjá einnig: Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg var stödd hjá Reykjavíkurborg að sækja um leyfi fyrir tjöldunum þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir málið ganga hægt. „Hérna í Reykjavíkurborg fáum við bara mjög „bjúrókratískt“ svar um að þetta verði allt að vera í ferli og að það verði að vera komin umsögn um beiðnina okkar áður en við fáum svar. Og ég spurði hver eigi að gera þessa umsögn en þá er mér bara sagt að þau viti það ekki og ég spurði hvort ég gæti þá talað við einhvern sem viti það. Þá er mér sagt að hringja á símatíma, sem er á eftir og sem við munum alveg gera, en það væri óskandi að fá að tala við einhvern,“ segir Elínborg. „Af því að fólk er í viðkvæmri stöðu og mjög viðkvæmri heilsufarslegri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að það hefur fengið gífurlega lélega heilbrigðisþjónustu hingað til.“Það er köld nótt að baki hjá mótmælendum á Austurvelli. Hælisleitendur hyggjast ekki linna mótmælum fyrr en mál þeirra verði sett í almennilegan farveg hjá stjórnvöldum.Vísir/VilhelmElínborg var ein þeirra sem dvaldi á Austurvelli í nótt. Greint var frá því í gærkvöldi að mótmælendur hefðu verið í góðum gír framan af kvöldi en Elínborg ítrekar að enn sé brýn þörf á teppum, svefnpokum, sængum og mat handa mótmælendum ef fólk hefur tök á að koma með slíkt. „Það var bara kalt, sérstaklega eftir að það var slökkt á tónlistinni. Við dönsuðum í okkur hita til fimm mínútur í ellefu, þá slökktum við sjálf á tónlistinni. Svo reyndum við að spila fótbolta og hanga, en við sendum fólk líka heim í hollum til að hlýja sér. En flóttafólkið sjálft, sérstaklega þeir sem eiga heima á Ásbrú, það kemst ekki neitt og vill ekki fara neitt. En margir voru líka vakandi alla nóttina.“ Elínborg segir að mótmælunum verði haldið áfram þangað til yfirvöld verða við beiðni mótmælenda um að útnefna samningsaðila til að hitta fulltrúa frá hælisleitendum á nokkrum fundum. „Í rauninni erum við að líta til módelsins sem verkalýðshreyfingin er með.“ Þess sé jafnframt krafist að málum fólksins verði komið í almennilegan farveg, og þá er enn staðið við þær fimm kröfur mótmælenda sem þegar hefur verið greint frá. Þær snúa m.a. að því að stöðva brottvísanir flóttafólks, veita því aðgang að heilbrigðisþjónustu og loka flóttamannabúðunum að Ásbrú. Elínborg segir fund hælisleitenda með forsætisráðuneytinu í gær hafa verið „hálfgerða leiksýningu“ en þar báðu hælisleitendur um að tímabundin stöðvun yrði sett á brottvísanir á meðan verið væri að koma samninganefnd á fót. Þeim hafi hins vegar verið greint frá því að það væri ekki hægt. „Og það var eiginlega bara allt „ekki hægt“,“ segir Elínborg um fundinn í gær.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32
Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15