Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2019 10:44 Mótmælendur á Austurvelli í morgunsárið. Vísir/vilhelm Mótmælendur, sem síðustu daga hafa mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, gistu á Austurvelli í nótt. Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli.Sjá einnig: Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg var stödd hjá Reykjavíkurborg að sækja um leyfi fyrir tjöldunum þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir málið ganga hægt. „Hérna í Reykjavíkurborg fáum við bara mjög „bjúrókratískt“ svar um að þetta verði allt að vera í ferli og að það verði að vera komin umsögn um beiðnina okkar áður en við fáum svar. Og ég spurði hver eigi að gera þessa umsögn en þá er mér bara sagt að þau viti það ekki og ég spurði hvort ég gæti þá talað við einhvern sem viti það. Þá er mér sagt að hringja á símatíma, sem er á eftir og sem við munum alveg gera, en það væri óskandi að fá að tala við einhvern,“ segir Elínborg. „Af því að fólk er í viðkvæmri stöðu og mjög viðkvæmri heilsufarslegri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að það hefur fengið gífurlega lélega heilbrigðisþjónustu hingað til.“Það er köld nótt að baki hjá mótmælendum á Austurvelli. Hælisleitendur hyggjast ekki linna mótmælum fyrr en mál þeirra verði sett í almennilegan farveg hjá stjórnvöldum.Vísir/VilhelmElínborg var ein þeirra sem dvaldi á Austurvelli í nótt. Greint var frá því í gærkvöldi að mótmælendur hefðu verið í góðum gír framan af kvöldi en Elínborg ítrekar að enn sé brýn þörf á teppum, svefnpokum, sængum og mat handa mótmælendum ef fólk hefur tök á að koma með slíkt. „Það var bara kalt, sérstaklega eftir að það var slökkt á tónlistinni. Við dönsuðum í okkur hita til fimm mínútur í ellefu, þá slökktum við sjálf á tónlistinni. Svo reyndum við að spila fótbolta og hanga, en við sendum fólk líka heim í hollum til að hlýja sér. En flóttafólkið sjálft, sérstaklega þeir sem eiga heima á Ásbrú, það kemst ekki neitt og vill ekki fara neitt. En margir voru líka vakandi alla nóttina.“ Elínborg segir að mótmælunum verði haldið áfram þangað til yfirvöld verða við beiðni mótmælenda um að útnefna samningsaðila til að hitta fulltrúa frá hælisleitendum á nokkrum fundum. „Í rauninni erum við að líta til módelsins sem verkalýðshreyfingin er með.“ Þess sé jafnframt krafist að málum fólksins verði komið í almennilegan farveg, og þá er enn staðið við þær fimm kröfur mótmælenda sem þegar hefur verið greint frá. Þær snúa m.a. að því að stöðva brottvísanir flóttafólks, veita því aðgang að heilbrigðisþjónustu og loka flóttamannabúðunum að Ásbrú. Elínborg segir fund hælisleitenda með forsætisráðuneytinu í gær hafa verið „hálfgerða leiksýningu“ en þar báðu hælisleitendur um að tímabundin stöðvun yrði sett á brottvísanir á meðan verið væri að koma samninganefnd á fót. Þeim hafi hins vegar verið greint frá því að það væri ekki hægt. „Og það var eiginlega bara allt „ekki hægt“,“ segir Elínborg um fundinn í gær. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Mótmælendur, sem síðustu daga hafa mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, gistu á Austurvelli í nótt. Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli.Sjá einnig: Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg var stödd hjá Reykjavíkurborg að sækja um leyfi fyrir tjöldunum þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir málið ganga hægt. „Hérna í Reykjavíkurborg fáum við bara mjög „bjúrókratískt“ svar um að þetta verði allt að vera í ferli og að það verði að vera komin umsögn um beiðnina okkar áður en við fáum svar. Og ég spurði hver eigi að gera þessa umsögn en þá er mér bara sagt að þau viti það ekki og ég spurði hvort ég gæti þá talað við einhvern sem viti það. Þá er mér sagt að hringja á símatíma, sem er á eftir og sem við munum alveg gera, en það væri óskandi að fá að tala við einhvern,“ segir Elínborg. „Af því að fólk er í viðkvæmri stöðu og mjög viðkvæmri heilsufarslegri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að það hefur fengið gífurlega lélega heilbrigðisþjónustu hingað til.“Það er köld nótt að baki hjá mótmælendum á Austurvelli. Hælisleitendur hyggjast ekki linna mótmælum fyrr en mál þeirra verði sett í almennilegan farveg hjá stjórnvöldum.Vísir/VilhelmElínborg var ein þeirra sem dvaldi á Austurvelli í nótt. Greint var frá því í gærkvöldi að mótmælendur hefðu verið í góðum gír framan af kvöldi en Elínborg ítrekar að enn sé brýn þörf á teppum, svefnpokum, sængum og mat handa mótmælendum ef fólk hefur tök á að koma með slíkt. „Það var bara kalt, sérstaklega eftir að það var slökkt á tónlistinni. Við dönsuðum í okkur hita til fimm mínútur í ellefu, þá slökktum við sjálf á tónlistinni. Svo reyndum við að spila fótbolta og hanga, en við sendum fólk líka heim í hollum til að hlýja sér. En flóttafólkið sjálft, sérstaklega þeir sem eiga heima á Ásbrú, það kemst ekki neitt og vill ekki fara neitt. En margir voru líka vakandi alla nóttina.“ Elínborg segir að mótmælunum verði haldið áfram þangað til yfirvöld verða við beiðni mótmælenda um að útnefna samningsaðila til að hitta fulltrúa frá hælisleitendum á nokkrum fundum. „Í rauninni erum við að líta til módelsins sem verkalýðshreyfingin er með.“ Þess sé jafnframt krafist að málum fólksins verði komið í almennilegan farveg, og þá er enn staðið við þær fimm kröfur mótmælenda sem þegar hefur verið greint frá. Þær snúa m.a. að því að stöðva brottvísanir flóttafólks, veita því aðgang að heilbrigðisþjónustu og loka flóttamannabúðunum að Ásbrú. Elínborg segir fund hælisleitenda með forsætisráðuneytinu í gær hafa verið „hálfgerða leiksýningu“ en þar báðu hælisleitendur um að tímabundin stöðvun yrði sett á brottvísanir á meðan verið væri að koma samninganefnd á fót. Þeim hafi hins vegar verið greint frá því að það væri ekki hægt. „Og það var eiginlega bara allt „ekki hægt“,“ segir Elínborg um fundinn í gær.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32
Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15