Fyrrum leikmaður Liverpool maðurinn á bak við knattspyrnuskóna sem breyttu öllu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 23:30 Craig Johnston og Kenny Dalglish unnu tíu titla saman með Liverpool á níunda áratugnum. Getty/Mark Leech Adidas Predator knattspyrnuskórnir eiga 25 ára afmæli í dag en líklega hafa engir knattspyrnuskór breytt jafnmiklu í fótboltaheiminum og þeir gerðu þegar þeir komu fram árið 1994. Guardian tók saman stutt en fróðlegt myndband um Adidas Predator skóna í tilefni af 25 ára afmælinu. Það má sjá það hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að fyrrum leikmaður Liverpool, Craig Johnston, hafi í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar gengið á milli íþróttavöruframleiðanda með hugmynd af nýjum knattspyrnuskóm. Í þá daga voru fótboltaskórnir af allt öðrum toga en þeir eru í dag. Á þessum tíma voru aðeins til einfaldir svartir leður fótboltaskór. Johnston fékk nýstárlega hugmynd og fylgdi henni eftir. Það tók margar tilraunir og fjölmargar heimsóknir til margra skóframleiðanda áður en Craig Johnston náði loksins að selja hugmyndina sína. Á endanum var það Adidas sem stökk á þetta og sér ekki mikið eftir því í dag. Adidas Predator skórnir áttu þannig mikinn þátt í því að snúa við slæmum rekstri Adidas á tíunda áratugnum. Auglýsingaherferðin og skórnir slógu í gegn og sumir tala enn um Adidas Predator sem bestu fótboltaskóna sem hafa verið framleiddir. Fótboltaferill Craig Johnston var sigursæll en endaði um leið mjög snögglega. Hann vann tíu titla með Liverpool þar af enska meistaratitilinn fimm sinnum. Craig Johnston lék með Liverpool frá 1981 til 1988 en setti sína skó upp á hillu vorið 1988 þá aðeins 28 ára gamall. Hann ákvað þá að eyða öllum sínum tíma að hugsa um veika systur sína og fórnaði fótboltanum fyrir hana. Johnston fékk tilboð um að spila með öðrum félögum á næstu árum á eftir en gaf það út að hann gæti aldrei spilað með öðru félagi en Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian um Craig Johnston og sögu Adidas Predator fótboltaskóna. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Adidas Predator knattspyrnuskórnir eiga 25 ára afmæli í dag en líklega hafa engir knattspyrnuskór breytt jafnmiklu í fótboltaheiminum og þeir gerðu þegar þeir komu fram árið 1994. Guardian tók saman stutt en fróðlegt myndband um Adidas Predator skóna í tilefni af 25 ára afmælinu. Það má sjá það hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að fyrrum leikmaður Liverpool, Craig Johnston, hafi í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar gengið á milli íþróttavöruframleiðanda með hugmynd af nýjum knattspyrnuskóm. Í þá daga voru fótboltaskórnir af allt öðrum toga en þeir eru í dag. Á þessum tíma voru aðeins til einfaldir svartir leður fótboltaskór. Johnston fékk nýstárlega hugmynd og fylgdi henni eftir. Það tók margar tilraunir og fjölmargar heimsóknir til margra skóframleiðanda áður en Craig Johnston náði loksins að selja hugmyndina sína. Á endanum var það Adidas sem stökk á þetta og sér ekki mikið eftir því í dag. Adidas Predator skórnir áttu þannig mikinn þátt í því að snúa við slæmum rekstri Adidas á tíunda áratugnum. Auglýsingaherferðin og skórnir slógu í gegn og sumir tala enn um Adidas Predator sem bestu fótboltaskóna sem hafa verið framleiddir. Fótboltaferill Craig Johnston var sigursæll en endaði um leið mjög snögglega. Hann vann tíu titla með Liverpool þar af enska meistaratitilinn fimm sinnum. Craig Johnston lék með Liverpool frá 1981 til 1988 en setti sína skó upp á hillu vorið 1988 þá aðeins 28 ára gamall. Hann ákvað þá að eyða öllum sínum tíma að hugsa um veika systur sína og fórnaði fótboltanum fyrir hana. Johnston fékk tilboð um að spila með öðrum félögum á næstu árum á eftir en gaf það út að hann gæti aldrei spilað með öðru félagi en Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian um Craig Johnston og sögu Adidas Predator fótboltaskóna.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira