Stálu öllu nema bröndurunum af kanadískum grínista sem heimsótti Ísland um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 15:00 Ryan Dillon, lengst til vinstri, ásamt ferðafélögunum, á Íslandi. Mynd/Ryan Dillon. Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér. Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér.
Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira