„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 12:23 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30